1. G6
  2. G9
  3. P7
  4. Um Xpeng
  5. Staðsetning
  6. Hafa samband
XPENG G6
Allt að 0km1
Drægni Skv. WLTP
0s1
0–100 km/h
10-80%
á 20 mínútum: Hraðhleðslugeta G6
Endurskilgreinir akstur
Umbyltu akstursupplifun þinni með stílhreinum og rúmgóðum G6-rafbíl! Sportleg og straumlínulöguð hönnunin einkennist af heillandi skásettri þaklínu sem undirstrikar glæsilegar útlínurnar á sama tíma og innanrýmið nýtist til fulls. Með glænýju SEPA 2.0-byggingarlagi, 800 volta rafhlöðu og nýjustu hugbúnaðartækni, býður G6 upp á óviðjafnanleg þægindi, rúmgott innanrými og áreiðanlegan staðalbúnað. Taktu þátt í rafbyltingunni og leyfðu G6 að heilla þig í hverri ökuferð.

Tvöfaldaðu tenginguna

Í framsætum G6 finnurðu tvö 50 W þráðlaus hleðslutæki með kælingu! Þannig geturðu hlaðið símana þína hraðar og haldið tengingu við umhverfið, sama hvert ferðinni er heitið.

Sæti sem umlykja þig

Upplifðu fyrsta flokks akstursþægindi með dúnmjúkum sætum G6. Vinnuvistfræðileg hönnun ökumannssætisins býður upp á átta mismunandi rafstillingar og fjórar stuðningsstillingar fyrir mjóbak, þannig að allir ökumenn geta gengið að þægindum vísum. Að auki tryggja stýringar fyrir hita og loftkælingu sem eru innbyggðar í framsætin munað í hverri ferð. Færðu akstursupplifun þína upp á næsta stig með óviðjafnanlegum þægindum og slökun, eingöngu með G6.

Meira en bara ökuferð

Hægt er að leggja framsætin aftur um nánast 180° í flútti við aftursætin og aftursætin er síðan hægt að stilla í 12 mismunandi stöður með 38,4° hámarkshalla. Það er hægt að breyta bílnum á fljótlegan hátt í þægilegt hvíldarrými þar sem þú getur notið þess að hlusta á tónlist eða horfa á kvikmynd á stórum skjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins.

Óviðjafnanleg hljómgæði með Xopera

Til að auka ánægju þína er G6 búinn hágæða Xopera-hljóðkerfi með 18 hátölurum sem skila samtals 960 vöttum.

Smíðaður á SEPA 2.0-undirvagni okkar

Nýjasta gígasteypingartæknin er notuð til að steypa fram- og afturhluta G6 í ál í heilu lagi, sem stuðlar að mun betri afköstum við rafakstur. Til að auka slitþol og bæta þyngdarstjórnun eru yfir 300 íhlutir sameinaðir í einn. Ásamt því að stuðla að því að bíllinn er léttari, og hefur þar af leiðandi aukna drægni, tryggir þetta aukið öryggi bílsins þar sem vindustífni hans verður allt að 41,600 Nm/gr., sem er 83% meiri vindustífni samanborið við fyrri gerðir.

Rafhlaðan: Óaðskiljanlegur hluti undirvagnsins.

Rafhlaðan er innbyggð í undirvagn bílsins. Þriggja laga árekstrarvörn verndar rafhlöðuna og hliðarstoðin þolir allt að 80 tonna þrýsting. Í ljósi þessa stækkar innanrýmið um 5% á hæðina og akstursupplifun þín verður enn betri.

Veldu G6 sem hentar þér
Afturhjóladrifinn (RWD) Standard Range skilar kraftmiklum 190 kW / 258 hö. og 440 Nm á meðan RWD Long Range eykur kraftinn upp í 210 kW / 286 hö. og 440 Nm. Fjórhjóladrifinn (AWD) Performance breytir leiknum fyrir spennufíkla og skilar ótrúlegum 350 kW / 476 hö. og 660 Nm fyrir tilstilli tveggja rafmótora. Leiftursnögg hröðun úr 0 upp í 100 km/klst. á aðeins fjórum sekúndum þýðir að þessi útfærsla er ekki fyrir þá viðkvæmu – ert þú klár í að leysa kraftinn úr læðingi?

HRÖÐ HLEÐSLA – EINS OG HÚN Á AÐ VERA

Upplifðu það besta í rafakstri með G6 – brautryðjanda á sviði hraðhleðslu upp í allt að 280 kW! Rafhlaðan hleðst úr 10% upp í 80% á undir 20 mínútum, sem tryggir að þú getir lagt aftur af stað á örskotstundu. Sérsníddu ferðina þína með tveimur rafhlöðukostum: veldu 66 kWh (LFP) rafhlöðu sem býður upp á tilkomumikla 435 km akstursdrægni skv. WLTP-prófun, eða færðu ævintýrin upp á næsta stig með 87,5 kWh (NCM) rafhlöðu sem skilar þér 550 til 570 km drægni. Njóttu óviðjafnanlegrar sparneytni og frelsis með G6.

Stígðu inn í rúmgóðan lúxus
Það virðist kannski ótrúlegt við fyrstu sýn, en sportlegt ytra byrðið hefur að geyma rúmgott innanrými sem stenst allar væntingar! Breitt 2,89 metra hjólahaf og snjöll hönnun innanrýmisins tryggja að allir um borð hafi nægilegt fóta- og höfuðrými. Stórt 571 lítra farangursrýmið býður einnig upp á pláss fyrir allt sem þú þarf í ferðalagi. Innanrýmið er klætt gervileðri og öðrum efnum sem lyfta heildaryfirbragðinu upp á nýtt stig og bæði þú og farþegar þínir getið notið þess að vera umvafin nútímalegum lúxus.

X-HP3.0-hitastýringarkerfi

Hitastýringarkerfi G6 inniheldur sérsmíðaða varmadælu sem staðalbúnað í öllum bílunum okkar. Kerfið er hannað til að auka sparneytni við akstur, jafnvel þegar kalt er úti. Þú getur notið þægilegs loftslags í innanrýminu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af orkunotkun og drægni, sama hvaða gerð bíls þú velur. Prófanir okkar sýna að hægt er að ná allt að 15% meiri drægni á veturna auk þess sem varmadælan hjálpar til við að hita rafhlöðuna fyrir hraðhleðslu á sama tíma og hún bætir dreifingu hita sem stafar frá rafhlöðunni – sem aftur þýðir að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af hraðhleðslu eða löngum akstri yfir vetrarmánuðina.

FRAMÚRSKARANDI FÁGUN
SEGÐU BLESS VIÐ ÁHYGGJUR AF DRÆGNI Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL
SEPA 2.0- undirvagn G6 gerði okkur kleift að smíða rafbíl sem er enn léttari en áður. Ásamt straumlínulöguðu ytra byrðinu, dregur byggingarlagið úr orkunotkun og stuðlar að allt að 570 km* drægni. Þú getur því skilið áhyggjurnar eftir heima í eitt skipti fyrir öll, notið þess að ferðast langar leiðir og teygt úr þér í 20 mínútur á meðan þú hleður rafhlöðuna áður en ferðinni er haldið áfram.

Xmart-stýrikerfi

Raddstýrða aðstoðin „Hey XPENG“

Þráðlausar uppfærslur ⁴

Stýringar XPENG-forritsins

"Umbyltu akstursupplifun þinni með Xmart OS, nýjasta stýri-, upplýsinga- og afþreyingarkerfi XPENG, sem tryggir hnökralaus samskiptum milli þín og G6-bílsins þíns. Fjölbreyttir eiginleikar sem auka þægindi þín ásamt XPILOT-akstursaðstoðarkerfi eru þér ávallt innan handar til að bæta akstursupplifun og auka öryggi við akstur. Allt þetta er aðgengilegt á tveimur skjáum: snyrtilega innbyggðum 10,2 tommu skjá sem staðsettur fyrir aftan stýrið og veitir þér fullkomna yfirsýn yfir mikilvægar akstursupplýsingar, og síðan á 14,96 tommu miðlægum skjá þar sem þú getur nálgast alla eiginleika bílsins. Ef þú kýst heldur að stjórna aðgerðum bílsins án þess að nota skjá geturðu alltaf notað raddstýrðu aðstoðina „Hey XPENG“ til að stjórna miðlægum aðgerðum með auðveldum hætti."

Upplifðu nýja og endurbætta raddaðstoð í G6. Aðstoðin „Hey XPENG“ getur skilið, svarað og brugðist við skipunum frá öllum fjórum farþegasvæðum bílsins – jafnvel án nettengingar. Kynntu þér hvernig þú getur til dæmis stjórnað algengustu aðgerðum bílsins á einfaldan hátt, s.s. leiðsögn, rúðum, loftkælingu, afturhlera og farangursrými, með röddinni einni saman.

Þráðlausar uppfærslur (OTA) á hug- og fastbúnaði hjálpa til við að bæta Xmart OS, XPILOT og almenna aksturseiginleika með tímanum. Þessar sjálfvirku uppfærslur halda XPENG í toppstandi, allt frá því að bæta eiginleikum við Xmart OS til þess að fínstilla loftkælinguna. Í mörgum tilfellum koma þráðlausar uppfærslur í veg fyrir að þú þurfir að heimsækja næsta verkstæði að óþörfu.

Með XPENG-forritinu geta ökumenn læst og opnað bílana sína, séð stöðu rafhlöðunnar og stjórnað öðrum handhægum aðgerðum.

Allt sem þú þarft er þegar innifalið
Ef þú skoðar lista yfir tæknilýsingar G6 er augljóst að bíllinn hefur upp á margt að bjóða. Listi yfir tæknilýsingar G6 sýnir tilkomumikinn fjölda staðalbúnaðar sem uppfyllir nánast allar þarfir sem hægt er að hugsa sér. Allur búnaður er hannaður til að bæta öryggi og akstursupplifun – allt frá glerþaki og glæsilegum sætum klæddum leðurlíki með hita og kælingu, til hita í stýri og fjölbreyttra myndavélar- og skynjaraeiginleika sem allt er hluti af XPILOT-öryggiskerfinu. Í innanrýminu að framanverðu eru einnig tvö 50 W þráðlaus hleðslutæki fyrir símana þína og fjórar USB-C-innstungur sem hægt er að nota til að hlaða hvaða raftæki sem er, þ.m.t. tölvur.
G6 tækni- og útbúnaðarlýsing
Hjólhaf
Lengd x Breidd x Hæð (mm)
2890
4753 / 1920 / 1650
Fjöldi sæta
Hröðun 0-100km
5
6.9 s
Eigin þyngd (kg)
Drif
2025 (án dráttarbeislis) / 2048 (með dráttarbeisli)
Afturhjóladrifinn
Farangursrými
Skjár
571 / 1374 (með aftursæti niðurfelld)
14.96" margmiðlunarskjár
DC hraðhleðslugeta
Farmgeta
215 kW
528 kg
Dráttargeta
1,500 kg
Hvernig getum við aðstoðað?
Má bjóða þér að reynsluaka? Eða vantar þig frekari upplýsingar um XPENG? Fylltu út formið og við munum hafa samband eins fljótt og auðið er.
XPENG APP
Upplifðu heiminn á snjallan hátt
1. Allar tæknilegar upplýsingar og tæknilýsingar eru áætlaðar með fyrirvara um frekari þróun og samþykki eftirlitsaðila. Allar tölur geta tekið breytingum.
2. Myndir og hreyfimyndir eru aðeins ætlaðar sem sýnishorn. Endanleg vara getur verið frábrugðin myndunum sem notaðar eru. Gerðirnar og tæknilýsingarnar sem sýndar eru á þessari síðu geta verið frábrugðnar þeim gerðum sem eru í boði á þínu markaðssvæði. Hafðu samband við söluaðila XPENG til að fá nýjustu upplýsingar.
3. XPILOT snjallaksturskerfið er akstursaðstoðarkerfi og getur ekki tekist á við öll umferðarskilyrði, veður og vegaaðstæður. Ökumaður verður alltaf að fylgjast með núverandi umferðaraðstæðum. Ef sjálfvirka aðstoðaraksturskerfið tekst ekki að veita rétta stýrisaðstoð eða viðhalda réttri fjarlægð og hraða, verður ökumaður að grípa inn í. Vinsamlegast lestu allar upplýsingar um XPILOT í handbók ökumanns til að skilja betur takmarkanir kerfisins. Ökumaður ætti að vera meðvitaður um þessar takmarkanir áður en hann notar XPILOT. Vinsamlegast farðu varlega við flóknar og breytilegar umferðaraðstæður, á ísilögðum og snjóþungum vegum, í blautu og hálku veðri, á vegum með vatnsfylltum eða leirkenndum svæðum, við lélega sýnileika, á hrjúfum fjallvegum eða við útafakstur á þjóðvegum."
4. Bílarnir okkar geta tekið á móti OTA uppfærslum sem bæta núverandi aðgerðir eða kynna nýjar aðgerðir í gegnum Wi-Fi eða 4G tengingu. Um leið og uppfærslan hefur verið hlaðin niður færðu tilkynningu á skjánum framan í bílnum. Þú getur einnig skoðað nýjar uppfærslur með því að smella á XPENG merkið efst á miðlæga skjánum. Einnig er hægt að skipuleggja uppfærsluna á ákveðnum tíma. Eftir að þú hefur tímastillt niðurhal geturðu stillt tímann eða hætt við uppfærsluna á snertiskjánum með því að smella á XPENG merkið -> Install -> Cancel eða Adjust time.
Sjá meira