Ofurhraðvirkt margmiðlunarkerfið okkar er í þrívídd sem endurspeglar veröldina utan bílsins á raunverulegan máta á skjáum G9 og stuðlar að umlykjandi tækni og akstursupplifun. Hægt er að nota Apple CarPlay og Android Auto til að færa snjallsímann þinn inn í bílinn. G9 var hannaður og þróaður með Qualcomm Snapdragon 8155-flögusettinu sem tryggir samfellda upplifun af stýrikerfinu okkar, Xmart OS, á tveimur stórum 14,96" snertiskjáum.
Í G9 hefurðu aðgang að nýrri og endurbættri raddaðstoð okkar. „Hey XPENG“ getur skilið, brugðist við og framkvæmt skipanir frá öllum fjórum sætum bílsins, jafnvel án tengingar við internetið. Kynntu þér hvernig þú getur á einfaldan máta stjórnað m.a. mörgum af mest notuðu aðgerðum bílsins, á borð við leiðsögn, rúður, loftkælingu, afturhlera og farangursrými, með röddinni einni saman.
Þráðlausar uppfærslur hugbúnaðar og fastbúnaðar stuðla að stöðugum endurbótum Xmart OS, XPILOT og aksturseiginleika almennt séð. Þessar sjálfvirku uppfærslur tryggja að XPENG er alltaf í toppstandi. Þessar reglulegu uppfærslur snerta allt, frá aðgerðum í Xmart OS til fínstillingar loftkælingarinnar. Í mörgum tilvikum koma þráðlausar uppfærslur í veg fyrir að þú þurfir að leggja á þig óþarfa ferð á næsta verkstæði XPENG. Auk þess sem þráðlausar uppfærslur bjóða upp á stöðugt framboð nýrrar þjónustu og endurbóta.
Með XPENG-forritinu geturðu bæði læst og opnað bílinn, skoðað stöðu rafhlöðunnar og stjórnað mörgum af aðgerðum bílsins. Ennfremur gerir snjallforritið þér kleift að hita G9 upp eða kæla hann niður áður en þú sest inn og ekur af stað.
Hjólhaf | Lengd x Breidd x Hæð (mm) |
---|---|
2998 | 4891 / 1937 / 1680 |
Fjöldi sæta | Hröðun 0-100km |
5 | 6.4s |
Eigin þyngd (kg) | Drif |
2235 (án dráttarbeislis) / 2255 (með dráttarbeisli) | Afturhjóladrifinn (RWD) |
Farangursrými | Skjár |
660/ 1576 (með aftursæti niðurfelld) | 14.96" margmiðlunarskjár + 14.96 afþreyingarskjár fyrir farþega |
DC hraðhleðslugeta | Dráttargeta |
260 kW | 1,500 kg |